Innlent

Sigmundur Ernir líklega á leið á þing

Kristján L. Möller hlaut örugga kosningu í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður hreppti annað sætið og er líklegt að þessi niðurstaða verði til þess að hann verði á meðal nýliða á þingi eftir næstu kosningar. Jónína Rós Guðmundsdóttir hreppti það þriðja en hún var færð í það sæti vegna kynjakvóta.

Alls voru 2.574 atkvæði greidd.

Kosningin er bindandi fyrir átta efstu sætin. Þau raðast þannig:

1. Kristján L. Möller 1173 atkvæði

2. Sigmundur Ernir Rúnarsson 917 atkvæði

3. Jónína Rós Guðmundsdóttir 844 atkvæði

4. Logi Már Einarsson 737 atkvæði

5. Helena Þ. Karlsdóttir 942 atkvæði

6. Örlygur Hnefill Jónsson 1138 atkvæði

7. Herdís Björk Brynjarsdóttir 1174 atkvæði

8. Stefanía G. Kristinsdóttir 1245 atkvæði






Fleiri fréttir

Sjá meira


×