Sálfræðingur um svefngöngur: Stórmerkilegt ef rétt reynist 22. júlí 2009 16:47 Svefngöngur vara yfirleitt í nokkrar mínútur. „Ef þetta reynist rétt, þá er þetta stórmerkilegt," segir sálfræðingurinn Júlíus K. Björnsson sem starfaði í fimmtán ár hjá Landspítalanum og sá um meðal annars um svefnráðgjafir. Hann segir að á sínum fimmtán ára ferli hafi hann aldrei heyrt um annað eins tilfelli og þrettán ára stúlku sem tók jeppabifreið ófrjálsri hendi í Húsafelli og ók henni til Keflavíkur. Það sem er merkilegt er að stúlkan heldur því fram að hún hafi gengið í svefni og ekið alla leiðina í slíku ástandi samkvæmt lögreglunni á Borgarnesi. Atvikið átti sér stað í nótt á Húsafelli. Stúlkan segist hafa gengið í svefni talsverðan spöl frá sumarbústaði þar sem hún dvaldi, yfir í annan bústað. Þangað fór hún inn og fann lykla af jeppabifreið sem voru inni í skáp. Síðan skrifaði hún kveðjuna: Flott hús, kveðja næturröltarinn. Hún fann svo jeppabifreiðina fyrir utan, setti hana í gang og ók af stað. Samkvæmt varðstjóranum á Borgarnesi, Ómari Jónssyni þá keyrði hún alla leið til Keflavíkur með viðkomu í Hvalfjarðargöngunum. Vegfarandi í Keflavík tók eftir undarlegu aksturslagi stúlkunnar. Að lokum keyrði út í kant og þá á hún að hafa vaknað. Lögreglan rannsakar málið og hefur ekki útilokað neitt. Að sögn Júlíusar þá er ekki vitað af hverju fólk gengur í svefni. Hann segir að það sem sé vitað er að orsökin er truflun á djúpum svefni fyrripart nætur. Ekki er hægt að ganga í svefni í miðjum draumsvefni. „Þetta gerist gjarnan hjá börnum og unglingum en síðan eldist þetta yfirleitt af fólki," segir Júlíus. Hann segir tilvik þar sem fólk ekur í svefni afar sjaldgæf. „Hvað varðar tilvik af þessu tagi þá er þetta afskaplega sjaldgæft og ég hef aldrei heyrt um svona lagað áður," segir Júlíus sem telur mörgum spurningum ósvarað. Hann segir að það sé afar fátítt að svefngenglar slasi sig í svefngöngum. Þeir vakna nær alltaf þegar ógn steðjar að þeim. Hann bendir á að skilningarvitin virka í svefngöngunum og því er fólk með hálfa rænu. Sjálfur telur Júlíus að stúlkan hefði átt að vakna þegar hún byrjaði að aka. Ástæðan er einfaldlega sú að hún hefur ekki ekið áður og því myndi hún túlka aðstæðurnar sem hættulegar. Það hefði verið mögulegt að hún keyrði örstuttan spöl að hans mati en hún hefði þurft að vera vanur ökumaður til þess að vakna ekki á leiðinni til Keflavíkur. Spurður hversu lengi svefngöngur endast - en ljóst er að stúlkan ók í nokkrar klukkustundir - segir Júlíus að þær vari yfirleitt stutt. „Oftast ganga menn í svefni heima hjá sér. Sumir kíkja aðeins út á götu og enn færri ganga út götuna," segir Júlíus og bætir við: „En ég veit ekki með svona langar svefngöngur. Yfirleitt eru þetta mínútur. Þetta væri þá einsdæmi." Hann segist sjaldan hafa fengið tilfelli upp á Landspítala vegna svefngangna þegar hann starfaði þar. Þær eru almennt vitameinlausar og því leitar fólk sér sjaldnast hjálpar vegna þeirra. Spurður hvort hann hafi séð annað eins eða heyrt af sambærilegu tilfelli þau fimmtán ár sem hann starfaði á Landspítalanum svara Júlíus einfaldlega nei. Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Sjá meira
„Ef þetta reynist rétt, þá er þetta stórmerkilegt," segir sálfræðingurinn Júlíus K. Björnsson sem starfaði í fimmtán ár hjá Landspítalanum og sá um meðal annars um svefnráðgjafir. Hann segir að á sínum fimmtán ára ferli hafi hann aldrei heyrt um annað eins tilfelli og þrettán ára stúlku sem tók jeppabifreið ófrjálsri hendi í Húsafelli og ók henni til Keflavíkur. Það sem er merkilegt er að stúlkan heldur því fram að hún hafi gengið í svefni og ekið alla leiðina í slíku ástandi samkvæmt lögreglunni á Borgarnesi. Atvikið átti sér stað í nótt á Húsafelli. Stúlkan segist hafa gengið í svefni talsverðan spöl frá sumarbústaði þar sem hún dvaldi, yfir í annan bústað. Þangað fór hún inn og fann lykla af jeppabifreið sem voru inni í skáp. Síðan skrifaði hún kveðjuna: Flott hús, kveðja næturröltarinn. Hún fann svo jeppabifreiðina fyrir utan, setti hana í gang og ók af stað. Samkvæmt varðstjóranum á Borgarnesi, Ómari Jónssyni þá keyrði hún alla leið til Keflavíkur með viðkomu í Hvalfjarðargöngunum. Vegfarandi í Keflavík tók eftir undarlegu aksturslagi stúlkunnar. Að lokum keyrði út í kant og þá á hún að hafa vaknað. Lögreglan rannsakar málið og hefur ekki útilokað neitt. Að sögn Júlíusar þá er ekki vitað af hverju fólk gengur í svefni. Hann segir að það sem sé vitað er að orsökin er truflun á djúpum svefni fyrripart nætur. Ekki er hægt að ganga í svefni í miðjum draumsvefni. „Þetta gerist gjarnan hjá börnum og unglingum en síðan eldist þetta yfirleitt af fólki," segir Júlíus. Hann segir tilvik þar sem fólk ekur í svefni afar sjaldgæf. „Hvað varðar tilvik af þessu tagi þá er þetta afskaplega sjaldgæft og ég hef aldrei heyrt um svona lagað áður," segir Júlíus sem telur mörgum spurningum ósvarað. Hann segir að það sé afar fátítt að svefngenglar slasi sig í svefngöngum. Þeir vakna nær alltaf þegar ógn steðjar að þeim. Hann bendir á að skilningarvitin virka í svefngöngunum og því er fólk með hálfa rænu. Sjálfur telur Júlíus að stúlkan hefði átt að vakna þegar hún byrjaði að aka. Ástæðan er einfaldlega sú að hún hefur ekki ekið áður og því myndi hún túlka aðstæðurnar sem hættulegar. Það hefði verið mögulegt að hún keyrði örstuttan spöl að hans mati en hún hefði þurft að vera vanur ökumaður til þess að vakna ekki á leiðinni til Keflavíkur. Spurður hversu lengi svefngöngur endast - en ljóst er að stúlkan ók í nokkrar klukkustundir - segir Júlíus að þær vari yfirleitt stutt. „Oftast ganga menn í svefni heima hjá sér. Sumir kíkja aðeins út á götu og enn færri ganga út götuna," segir Júlíus og bætir við: „En ég veit ekki með svona langar svefngöngur. Yfirleitt eru þetta mínútur. Þetta væri þá einsdæmi." Hann segist sjaldan hafa fengið tilfelli upp á Landspítala vegna svefngangna þegar hann starfaði þar. Þær eru almennt vitameinlausar og því leitar fólk sér sjaldnast hjálpar vegna þeirra. Spurður hvort hann hafi séð annað eins eða heyrt af sambærilegu tilfelli þau fimmtán ár sem hann starfaði á Landspítalanum svara Júlíus einfaldlega nei.
Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Sjá meira