Lífið

Góðgerðarráð Verzló: Safnaði 116.000 með íssölu

Unnur Helga Briem skrifar
Verzlingar bíða í röð eftir ís.
Verzlingar bíða í röð eftir ís.
GVÍ, Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands hefur verið starfandi síðastliðin tvö ár. Nefndin hefur látið margt gott af sér leiða. Eitt afrekið er Litli Verzló sem er barnaskóli í Úganda sem ráðið byggði í samstarfi við ABC barnahjálp.

Í ár hefur nefndin ákveðið að halda áfram samstarfinu við ABC og aðstoða Litla Verzló. Þetta ætlar nefndin að gera með því að safna fé til að hægt sé að byggja vatnsbrunn við skólann.

Í kringum jólin ætlar nefndin síðan að aðstoða íslenskar fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda til að eiga gleðileg jól.

Ýmsar leiðir eru farnar til að safna fé. Miðvikudaginn 9. september síðastliðinn var í fyrsta skipti seldur ís á Marmarnum, en Marmarinn er aðal samkomustaður Verzlinga innan veggja skólans. Nefndin samdi við Ísbúð Vesturbæjar og bauð í hádeginu upp á hinn svokallaða Gamla ís. Atburðurinn vakti mikla lukku meðal nemenda og kennara sem hámuðu í sig ís þannig að afraksturinn varð 116.685 kr.

Góð byrjun hjá GVÍ!

Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands skipa Unnur Helga Briem formaður, Birna Marín Þórarinsdóttir, Elín Lovísa Elíasdóttir, Hildur Karen Haraldsdóttir, Hildur Vala Baldursdóttir og Þórunn Káradóttir.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa Verzló fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.