Viðskipti erlent

Ál og aðrir málmar í uppsveiflu á mörkuðum

Ál og aðrir málmar hafa verið í töluverðri uppsveiflu á mörkuðum í dag.

Ástæðan eru áform Bandaríkjastjórnar um að eyða stjarnfræðilegum upphæðum í að kaupa upp skulda- og ríkisbréf með því að fara út í umfangsmikla seðlaprentun með tilheyrandi veikingu á gengi dollarans.

Verð á áltonninu hefur hækkað um 3,8% og stendur nú í 1.434 dollurum. Verð á kopar hefur hefur hækkað um 4,6% og stendur í 3.930 dollurum á tonnið.

Mest hefur verð á gulli hækkað eða um 5,9% og stendur únsan af því nú í rúmum 941 dollara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×