Ríkisstjórnin með öruggan meirihluta 9. apríl 2009 06:00 Samfylkingin getur unað sátt við sitt. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar talsvert samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi nú, en 29,1 prósents fylgi í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum. Munurinn er 4,3 prósent. Yrðu niðurstöður þingkosninga í samræmi við könnunina næðu sextán frambjóðendur Sjálfstæðisflokks kjöri, en flokkurinn er með 25 þingmenn í dag. Flokkurinn var með 36,6 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og mælist því langt undir kjörfylgi. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist með 28,1 prósents fylgi nú, en 25,8 prósent sögðust styðja flokkinn fyrir tveimur vikum. Kjörfylgi flokksins var 14,3 prósent. VG fengi miðað við þetta nítján þingmenn kjörna, en er með níu í dag. Samfylkingin eykur fylgi sitt lítillega, og nýtur samkvæmt könnuninni fylgis 33,3 prósenta landsmanna. Fyrir tveimur vikum mældist fylgi flokksins 31,7 prósent. Samfylkingin er talsvert yfir kjörfylgi, sem var 26,8 prósent. Flokkurinn fengi 22 þingmenn yrðu þetta niðurstöður kosninga en er með 18 í dag. Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 61,4 prósent fylgi og 41 þingmann af 63. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem myndaður var eftir síðustu kosningar var með 63,4 prósenta fylgi og 43 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fengi 9,9 prósent atkvæða yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könnun Fréttablaðsins. Fyrir tveimur vikum mældist fylgi flokksins 7,5 prósent. Flokkurinn er enn undir kjörfylgi, sem var 11,7 prósent. Flokkurinn næði sex mönnum á þing yrðu þetta niðurstöður kosninga, en er með sjö í dag. Aðrir flokkar myndu ekki ná manni á þing. Frjálslyndi flokkurinn dalar enn, og mælist með fylgi eins prósents landsmanna. Borgarahreyfingin fengi 1,7 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og Lýðræðishreyfingin fengi eitt prósent atkvæða. Hringt var í 800 manns þriðjudaginn 7. apríl, og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir; Hvaða lista er líklegast að þú myndir kjósa? Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir; Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 77,1 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar talsvert samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi nú, en 29,1 prósents fylgi í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum. Munurinn er 4,3 prósent. Yrðu niðurstöður þingkosninga í samræmi við könnunina næðu sextán frambjóðendur Sjálfstæðisflokks kjöri, en flokkurinn er með 25 þingmenn í dag. Flokkurinn var með 36,6 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og mælist því langt undir kjörfylgi. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist með 28,1 prósents fylgi nú, en 25,8 prósent sögðust styðja flokkinn fyrir tveimur vikum. Kjörfylgi flokksins var 14,3 prósent. VG fengi miðað við þetta nítján þingmenn kjörna, en er með níu í dag. Samfylkingin eykur fylgi sitt lítillega, og nýtur samkvæmt könnuninni fylgis 33,3 prósenta landsmanna. Fyrir tveimur vikum mældist fylgi flokksins 31,7 prósent. Samfylkingin er talsvert yfir kjörfylgi, sem var 26,8 prósent. Flokkurinn fengi 22 þingmenn yrðu þetta niðurstöður kosninga en er með 18 í dag. Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 61,4 prósent fylgi og 41 þingmann af 63. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem myndaður var eftir síðustu kosningar var með 63,4 prósenta fylgi og 43 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fengi 9,9 prósent atkvæða yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könnun Fréttablaðsins. Fyrir tveimur vikum mældist fylgi flokksins 7,5 prósent. Flokkurinn er enn undir kjörfylgi, sem var 11,7 prósent. Flokkurinn næði sex mönnum á þing yrðu þetta niðurstöður kosninga, en er með sjö í dag. Aðrir flokkar myndu ekki ná manni á þing. Frjálslyndi flokkurinn dalar enn, og mælist með fylgi eins prósents landsmanna. Borgarahreyfingin fengi 1,7 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og Lýðræðishreyfingin fengi eitt prósent atkvæða. Hringt var í 800 manns þriðjudaginn 7. apríl, og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir; Hvaða lista er líklegast að þú myndir kjósa? Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir; Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 77,1 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira