Lífið

Allir busar látnir blása á Verzlóballi

Skólalíf skrifar
Hljómsveitin FM Belfast heldur uppi stuðinu á busaballi Verzló.
Hljómsveitin FM Belfast heldur uppi stuðinu á busaballi Verzló.
Busaball Verzlunarskólans fer fram nú á fimmtudagskvöldið á skemmtistaðnum Broadway. Árni Kristjánsson, forseti NFVÍ, var í óða önn við að undirbúa ballið þegar Skólalíf náði tali af honum.

Hann segir ballið vera 1500 manna og telur allar líkur á að það seljist upp á það, en enn eru örfáir miðar eftir. Að sögn Árna eru forvarnarmálin ofarlega á baugi fyrir ballið, en líkt og Skólalíf greindi frá voru áfengismælar frumsýndir á busaballi MR fyrr í mánuðinum.

„Það er verið að taka þetta upp á nýtt stig. Þarna verða fjórir áfengismælar sem starfsmenn láta nemendur blása í,“ segir Árni. Hann segir áfengismælunum einkum verða beint að nýnemum, enda verið að reyna að halda þeim edrú sem lengst.

Stefna skólans er að hans sögn að láta alla nýnema blása í mælinn áður en þeim er hleypt inn á ballið, og hafa aðgöngumiðar nýnema verið merktir sérstaklega með stimplum í þeim tilgangi.

„Þetta verður klikkað ball og mikil stemning,“ segir Árni, sem segist þó sjálfur verða feginn þegar ballinu lýkur, enda undirbúningurinn lýjandi.

Á ballinu verða FM Belfast aðahljómsveit kvöldsins, en einnig spila þeir Benson is fantastic og Dans-Hans, auk skólahljómsveitar Verzló og sérstakra skólaplötusnúða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.