Innlent

Frumvarp um stjórnarskrárbreytingar af dagskrá

Samkomulag náðist í gærkvöldi á Alþingi um að taka frumvarp um breytingar á stjórnarskránni af dagskrá þingsins og því verða engar breytingar gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins að sinni. Samkomulag náðist í gærkvöldi um að taka málið út af dagskrá Alþingis.

Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir í samtali við Fréttablaðið í dag að sinn flokkur hafi haft fullnaðarsigur í málinu en sjálfstæðismenn voru ávallt á móti breytingunum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir hins vegar í samtali við blaðið að niðurstaðan staðfesti að sjálfstæðismenn gangi erinda sérhagsmuna en ekki almannahagsmuna og kallar málið ömurlegan minnisvarða um átján ára valdaferil Sjálfstæðisflokksins.

Þrátt fyrir þetta hefur náðst samkomulag um afgreiðslu mála á þinginu í dag og er búist við að frumvörp um álver í Helguvík og bann við kaupum á vændi verði samþykkt. Þá verður lögð fram tillaga um frestun á fundum Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×