Starfar ekki fyrir grunaða í rannsókn bankahrunsins Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 10. júní 2009 21:53 Brynjar Níelsson gefur ekkert fyrir ummæli Evu Joly. „Nei nei , ég skrifaði þessa grein fyrir meira en mánuði síðan. Þá var ég ekki í neinum störfum fyrir neinn grunaðan í bankahruninu, hvorki bankamenn né útrásarvíkinga. Ég er alveg ótengdur þeim," segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir það tóma dellu að Valtýr Sigurðsson víki úr embætti. Í grein sem Brynjar ritaði í Morgunblaðið þann 15. apríl hélt hann því fram að Eva Joly væri fullkomlega vanhæf til að koma að rannsókn sérstaks saksóknara vegna ummæla sinna um stjórnendur fjármálafyrirtækja. Í Kastljósi í kvöld sagði Eva Joly að þeir sem hefðu gagnrýnt hana væru verjendur grunaðra í bankahruninu. Brynjar segir að hann hefði aldrei skrifað greinina ef svo væri. Slík skrif hefðu aldrei verið tekin trúanleg. „Menn komu reyndar líka með þau rök að ég væri að reyna ná mér í vinnu með þessum skrifum," segir hann og hlær. Hann segist ekkert gefa fyrir þessi ummæli. Þau renni enn fremur stoðum undir þann grun hans um að þetta væri „allt ein pólitík". Eva Joly hélt því einnig fram í Kastljósi í kvöld að ekki væri nóg að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfan og vildi sjá hann víkja sæti. Um það sagði Brynjar: „Nei nei, það er bara tóm della. Auðvitað hefði það komið til álita ef að sonur hans hefði stöðu sakbornings eða grunaðs, en ég veit ekki til að svo sé." Aðspurður hvort hann ætli sér að svara ummælum Joly sagði hann. „Ég á eftir að fjalla eitthvað um þetta. Sest fyrir framan tölvuna í kvöld áður en ég hætti að vera geðvondur," sagði hann og hló. Tengdar fréttir Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig. 10. júní 2009 21:01 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Nei nei , ég skrifaði þessa grein fyrir meira en mánuði síðan. Þá var ég ekki í neinum störfum fyrir neinn grunaðan í bankahruninu, hvorki bankamenn né útrásarvíkinga. Ég er alveg ótengdur þeim," segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir það tóma dellu að Valtýr Sigurðsson víki úr embætti. Í grein sem Brynjar ritaði í Morgunblaðið þann 15. apríl hélt hann því fram að Eva Joly væri fullkomlega vanhæf til að koma að rannsókn sérstaks saksóknara vegna ummæla sinna um stjórnendur fjármálafyrirtækja. Í Kastljósi í kvöld sagði Eva Joly að þeir sem hefðu gagnrýnt hana væru verjendur grunaðra í bankahruninu. Brynjar segir að hann hefði aldrei skrifað greinina ef svo væri. Slík skrif hefðu aldrei verið tekin trúanleg. „Menn komu reyndar líka með þau rök að ég væri að reyna ná mér í vinnu með þessum skrifum," segir hann og hlær. Hann segist ekkert gefa fyrir þessi ummæli. Þau renni enn fremur stoðum undir þann grun hans um að þetta væri „allt ein pólitík". Eva Joly hélt því einnig fram í Kastljósi í kvöld að ekki væri nóg að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfan og vildi sjá hann víkja sæti. Um það sagði Brynjar: „Nei nei, það er bara tóm della. Auðvitað hefði það komið til álita ef að sonur hans hefði stöðu sakbornings eða grunaðs, en ég veit ekki til að svo sé." Aðspurður hvort hann ætli sér að svara ummælum Joly sagði hann. „Ég á eftir að fjalla eitthvað um þetta. Sest fyrir framan tölvuna í kvöld áður en ég hætti að vera geðvondur," sagði hann og hló.
Tengdar fréttir Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig. 10. júní 2009 21:01 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig. 10. júní 2009 21:01