Innlent

Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag

Frá landsfundi Samfylkingarinnar vorið 2007.
Frá landsfundi Samfylkingarinnar vorið 2007.
Landsfundur Samfylkingarinnar verður settur síðdegis, þar sem nýr formaður verður kjörinn.

Yfirskrift fundarins er: Vinna og velferð og er fundurinn haldinn í Smáranum í Kópavogi. Setningarathöfnin hefst klukkan fjögur og við hana heldur Ingibjörg Sólrún Gíslandóttir formaður Samfylkingarinnar ræðu, sem reyndar verður kveðjuræða hennar því sem kunnugt er lætur hún bæði af formennsku og þingmennsku.

Ljóst þykir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra verði næsti formaður flokksins, en hún lét tilleiðast eftir mikla eftirgangsmuni að gefa kost á sér til formennsku. Það staðfestist á morgun, en formannskjörið verður laust fyrir hádegið, en formannskjöri verður lýst á sjötta tímanum á morgun, sem og kjöri varaformanns, en nöfn þeirra Dags B. Eggertssonar borgarfulltrúa og Árna Páls Árnasonar alþingismanns helst verið nefnd í því sambandi.

Landsfundinum lýkur síðan á sunnudag með afgreiðslu stjórnmálaályktunar og stefnuræðu nýs formanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×