Enska úrvalsdeildarfélagið Everton vann 2-1 sigur gegn portugalska félaginu Sporting Lissabon í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA á Goodison Park-leikvanginum í kvöld.
Steven Pienaar og Sylvain Distin skoruðu mörk Everton í leiknum en gestirnir í Sporting náðu að minnka muninn undir lok leiksins þegar Distin fékk að líta rautt spjald fyrir brot á Leidson og vítaspyrna dæmd.
Miguel Veloso fór á vítapunktinn og skoraði mark Sporting.
Seinni leikur liðanna fer fram á José Alvalade-leikvanginum 25. febrúar næstkomandi.