Erlent

Þrjú ár að hreinsa til á Haítí

Óli Tynes skrifar
Port au Prince er í rúst.
Port au Prince er í rúst. Mynd/AP

Forseti Haítís segir að það muni taka þrjú ár að fjarlægja húsarústir úr höfuðborginni Port au Prince og fyrr verði ekki hægt að hefja endurreisn af fullum krafti.

Rene Preval sagði að fram að því yrðu íbúar höfuðborgarinnar færri en áður. Þrjár milljónir manna buggu í Port au Prince fyrir jarðskjálftann.

Að minnsta kosti 54 eftirskjálftar hafa riðið yfir Tahítí síðan skjálftinn mikli varð um 200 þúsund manns að bana.

Mörg hús sem voru skemmd fyrir hafa hrunið í þessum eftirskjálftum. Síðast í gær fórust þrjú börn þegar skólahús hrundi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×