13 ára rithöfundur gefur út tvær bækur 21. desember 2010 06:00 rithöfundurinn ungi Adrian Sölvi með bækurnar sínar tvær, Ertu svona lítill? og Grái litli. Bækurnar kosta 1.500 krónur og eru til sölu í Eitthvað íslenskt á Skólavörðustíg.fréttablaðið/vilhelm „Það var svolítið erfitt að læra á þessi forrit en mjög gaman,“ segir Adrian Sölvi Ingimundarson, þrettán ára rithöfundur. Adrian er búinn að skrifa, myndskreyta og brjóta um tvær barnabækur sem eru komnar í sölu. Hann lærði á Adobe Photoshop og InDesign frá grunni og setti bækurnar sjálfur upp með þeim forritum. „Ég fékk hugmyndina að fyrstu bókinni þegar ég var í göngutúr með ömmu minni í Frakklandi. Við ákváðum að fara heim og myndskreyta hana og svo þróaðist þetta út í fullgerðar bækur.“ Adrian Sölvi er búinn að gera tvær barnabækur sem bera heitin Grái litli og Ertu svona lítill? Móðir hans er frönsk og hefur fjölskyldan dvalið þó nokkuð í Frakklandi. Adrian talar frönsku reiprennandi en segist þó ætla að búa á Íslandi í framtíðinni. Eins og er langar hann þó ekki að verða rithöfundur, heldur vinna sem leiðsögumaður og stunda mikla útivist. „Það er best að vera á Íslandi,“ segir Adrian. Ingimundur Þór Þorsteinsson, faðir Adrians Sölva, segir hugmyndina alfarið vera sonar síns. „Þessar bækur eru einnig skilaboð frá foreldrum til annarra foreldra um að börn hafa gott af því að gera svona verkefni og takast á við þau. Þau geta gert svona stóra hluti,“ segir hann. „Að fá hugmynd og framkvæma hana alveg til enda er þroskandi þó að það sé ekki alltaf auðvelt.“ Ingimundur bendir einnig á að Adrian hafi náð að nýta alla þá kunnáttu sem hann afli sér í skólanum meðfram því að búa til bækurnar. „Við notuðum stærðfræði mikið þegar við vorum að átta okkur á því hvaða verð ætti að setja á bækurnar til þess að láta þær standa undir kostnaði,“ segir hann. „Hann notaðist beint við það sem hann var að læra í skólanum og gerði sér vel grein fyrir því fyrir vikið að ekki er allt sem maður lærir í skóla út í loftið.“ Bækur Adrians Sölva eru til sölu í versluninni Eitthvað íslenskt á Skólavörðustíg 14 í Reykjavík og verða líklega til í Pennanum Eymundsson eftir áramót. Adrian Sölvi áritar bækur sínar í versluninni í vikunni. sunna@frettbladid.is Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
„Það var svolítið erfitt að læra á þessi forrit en mjög gaman,“ segir Adrian Sölvi Ingimundarson, þrettán ára rithöfundur. Adrian er búinn að skrifa, myndskreyta og brjóta um tvær barnabækur sem eru komnar í sölu. Hann lærði á Adobe Photoshop og InDesign frá grunni og setti bækurnar sjálfur upp með þeim forritum. „Ég fékk hugmyndina að fyrstu bókinni þegar ég var í göngutúr með ömmu minni í Frakklandi. Við ákváðum að fara heim og myndskreyta hana og svo þróaðist þetta út í fullgerðar bækur.“ Adrian Sölvi er búinn að gera tvær barnabækur sem bera heitin Grái litli og Ertu svona lítill? Móðir hans er frönsk og hefur fjölskyldan dvalið þó nokkuð í Frakklandi. Adrian talar frönsku reiprennandi en segist þó ætla að búa á Íslandi í framtíðinni. Eins og er langar hann þó ekki að verða rithöfundur, heldur vinna sem leiðsögumaður og stunda mikla útivist. „Það er best að vera á Íslandi,“ segir Adrian. Ingimundur Þór Þorsteinsson, faðir Adrians Sölva, segir hugmyndina alfarið vera sonar síns. „Þessar bækur eru einnig skilaboð frá foreldrum til annarra foreldra um að börn hafa gott af því að gera svona verkefni og takast á við þau. Þau geta gert svona stóra hluti,“ segir hann. „Að fá hugmynd og framkvæma hana alveg til enda er þroskandi þó að það sé ekki alltaf auðvelt.“ Ingimundur bendir einnig á að Adrian hafi náð að nýta alla þá kunnáttu sem hann afli sér í skólanum meðfram því að búa til bækurnar. „Við notuðum stærðfræði mikið þegar við vorum að átta okkur á því hvaða verð ætti að setja á bækurnar til þess að láta þær standa undir kostnaði,“ segir hann. „Hann notaðist beint við það sem hann var að læra í skólanum og gerði sér vel grein fyrir því fyrir vikið að ekki er allt sem maður lærir í skóla út í loftið.“ Bækur Adrians Sölva eru til sölu í versluninni Eitthvað íslenskt á Skólavörðustíg 14 í Reykjavík og verða líklega til í Pennanum Eymundsson eftir áramót. Adrian Sölvi áritar bækur sínar í versluninni í vikunni. sunna@frettbladid.is
Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira