Innlent

Björguðu konu úr sprungu - myndir

Björgunarsveitarmenn björguðu konu í dag sem fallið hafði ofan í 4-5 metra djúpa sprungu mitt á milli Valabóls og Húsfells við Hafnarfjörð. Konan hafði verði í göngu á svæðinu, með annarri konu, þegar hún steig á snjó sem huldi sprunguna og féll niður. Björgunarsveitamenn sigu niður í sprunguna og náðu konunni upp heillri á húfi.

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins slóst í för með björgunarsveitinni og tók meðfylgjandi myndir. Þar má meðal annars sjá þyrlu en svo heppilega vildi til að félagi í björgunarsveitinni var á flugi á þyrlunni þegar útkallið barst. Hann gat því ferjað félaga sína á staðinn.







MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×