Innlent

Saksóknari afturkallar handtökuskipun á hendur Assange

Julian er saklaus.
Julian er saklaus.

Embætti saksóknarans í Svíþjóð hefur dregið handtökutilskipun á hendur Julian Assange, forsprakka uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, til baka en hann var eftirlýstur vegna gruns um nauðgun og líkamsárás.

Það var sænska götublaðið Expressen sem greindi fyrst frá málinu.

Embætti saksóknara í Svíþjóð segir ennfremur í tilkynningu að ásakanirnar á hendur Assange eigi ekki við rök að styðjast.

Fréttamaðurinn Kristinn Hrafnsson, sem hefur starfað náið með Julian Assange, sagði í viðtali við Vísi í dag að málið lyktaði allt af ófrægingaherferð.

Wikileaks hefur undir höndum 90 þúsund leyniskjöl bandaríska hersins. Vefsíðan hefur unnið hörðum höndum að því að birta um 15 þúsund skjöl sem varpa ljósi á framgang hersins í Írak og Afganistan.

Vefsíðan hefur verið gagnrýnd harðlega af hægri sinnuðum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum og fjölmiðlum. Þá hefur Pentagon unnið viðbragðsáætlun gagnvart uppljóstrun síðunnar.

Julian er staddur í Svíþjóð þessa daganna en hann er ástralskur að uppruna.


Tengdar fréttir

Segir ásakanir á hendur Julian lykta af ófrægingaherferð

„Þetta gerist á einum sólarhring en það er óvanalega hröð málsmeðferð í Svíðþjóð,“ segir Kristinn Hrafnsson, einn af talsmönnum uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, en forsvarsmaður síðunnar, Julian Assange, hefur verið eftirlýstur af sænskum yfirvöldum vegna gruns um nauðgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×