Innlent

Skilrúm og kjörkassar úr pappa á meðal kæruatriða

„Kjörklefarnir“ voru aðskildir með skilrúmum úr pappa. Það eru ekki allir alls kostar sáttir við.Fréttablaðið/daníel
„Kjörklefarnir“ voru aðskildir með skilrúmum úr pappa. Það eru ekki allir alls kostar sáttir við.Fréttablaðið/daníel
Þrír hafa sent inn kærur til Hæstaréttar og krafist ógildingar á kosningunni til stjórnlagaþings fyrir tæpum mánuði. Tveir kærendanna eru kjósendur en einn frambjóðandi.

Kæruefnin snúa að framkvæmd kosninganna, aðbúnaði á kjörstað, meðferð kjörseðla og talningu, en einnig því að meirihluti kjörinna fulltrúa hafi ekki náð tilskildum lágmarksfjölda atkvæða og séu því ekki réttkjörnir.

Hæstiréttur hefur tilkynnt bæði Ástráði Haraldssyni, formanni landskjörstjórnar, og Ögmundi Jónassyni dómsmálaráðherra um kærurnar og óskað eftir rökstuddri greinargerð frá þeim um kæruatriðin. Svörin eiga að berast Hæstarétti fyrir klukkan fjögur í dag.stigur@frettabladid.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×