Innlent

Verðmæti fíkniefnanna nemur tugum milljóna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Mynd/ Heiða.
Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Mynd/ Heiða.
Ætla má að verðmæti fíkniefna, sem tollverðir á Keflavíkurflugvelli, fundu í fórum Íslendings í fyrrakvöld hlaupi á tugum milljóna króna.

Fram kom í fjölmiðlum í gær að um væri að ræða e-töflur og að maðurinn, sem er liðlega þrítugur, hefði verið með á bilinu 10-20 þúsund stykki í fórum sínum. Samkvæmt upplýsingum á vef SÁÁ er eitt stykki af e-töflu selt á um 2200 krónur í undirheimum á Íslandi. Því lætur nærri að götuverð fíkniefnanna sem fundust í Leifstöð hlaupi á bilinu 22 - 44 milljónir íslenskra króna.

Karlmaðurinn, sem efnin fundust á, var að koma frá Kaupmannahöfn. Hann hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á meðan lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×