Innlent

Ljósmyndakeppni Fréttablaðsins: Fékk myndavél í verðlaun

Tekið við myndavélinni Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, afhenti Sveini myndavélina í gær. fréttablaðið/vilhelm
Tekið við myndavélinni Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, afhenti Sveini myndavélina í gær. fréttablaðið/vilhelm
Sveinn Bjarki Brynjarsson, sextán ára ljósmyndari úr Árbæ, tók við verðlaunum fyrir bestu ljósmyndina af tunglmyrkvanum fyrr í vikunni í gær. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, afhenti Sveini verðlaunin, myndavél, í húsakynnum Fréttablaðsins.

„Mér fannst þetta frekar flott mynd og átti von á því að vera ofarlega en ekki vinna,“ segir Sveinn Bjarki. Hann stundar nám við MS og æfir fótbolta auk þess að hafa áhuga á ljósmyndun.

„Pabbi minn er ljósmyndari og gaf mér gömlu vélina sína fyrir einu og hálfu eða tveimur árum og ég er búinn að vera að leika mér með hana.“ Sveinn Bjarki heyrði auglýsingu um keppnina í útvarpinu morguninn sem tungl­myrkvinn varð. „Ég ákvað að drífa mig bara út. Pabbi vaknaði svo seinna og kom með hugmyndina um að hafa fólk inni á myndinni,“ segir Sveinn Bjarki. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×