Erlent

Páfinn flutti Bretum jólakveðju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt sextándi flutti Bretum jólakveðju. Mynd/ afp.
Benedikt sextándi flutti Bretum jólakveðju. Mynd/ afp.
Benedikt sextándi páfi minntist heimsóknar sinnar til Bretlands í september með einstakri hlýju í skilaboðum sem hann sendi bresku þjóðinni á myndbandi í gegnum breska ríkisútvarpið í tilefni jólanna.

Fram kemur á fréttavef Daily Telegraph að enginn páfi hefur flutt skilaboð í gegnum BBC. Þetta er líka í fyrsta skipti sem páfinn flytur þjóð sem hann heimsækir á árinu sérstaka jólakveðju.

„Ég gleðst yfir því að fá aftur tækifæri til þess að heilsa upp á ykkur á ný og heilsa upp á áhorfendur um leið og við undirbúum fögnun fæðingar krists," sagði páfinn í ávarpi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×