Erlent

Rússar svara gagnrýni

Mikhail Khodorkovsky
Mikhail Khodorkovsky Mynd/AFP
Ráðamenn í Moskvu svara vestrænir þjóðarleiðtogum fullum hálsi sem hafa gagnrýnt niðurstöðu rússneskra dómstóla í máli auðjöfursins Mikhail Khodorkovsky. Utanríkisráðherra landsins biður vesturlönd um að skipta sér ekki af innanríkismálum Rússlands.

Undanfarin ár hefur Khodorkovsky setið í fangelsi og á mánudag var hann fundinn sekur um fjárdrátt. Khodorkovsky þarf því væntanlega að dúsa í fangelsi í sex ár til viðbótar en hann hefur alltaf haldið því fram að ásakanir á hendur honum væri pólitísks eðlis.

Utanríkisráðherrar Bandaríkanna, Þýskalands og Bretlands eru meðal þeirra sem gagnrýndu dóminn og sögðu hann vekja upp fjölmargar spurningar um dómskerfið í Rússlandi.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir staðhæfingar vestræna leiðtoga tilhæfulausar. Dómskerfið í landinu virki vel og ekki sé hægt að hafa áhrif á niðurstöður dómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×