Helmingur vill stjórnarflokkana áfram við ríkisstjórnarborðið 11. nóvember 2010 11:06 Rúmur helmingur þjóðarinnar telur æskilegt að núverandi stjórnarflokkar komi áfram að ríkisstjórn. Um þriðjungur þjóðarinnar vill að skipuð verði utanþingsstjórn. Þetta eru niðurstöður MMR sem kannaði afstöðu almennings til nokkurra kosta við samsetningu ríkisstjórnar sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Af þeim sem tóku afstöðu voru 33,7% sem sögðu ákjósanlegast að mynduð yrði utanþingsstjórn, 21,7% vildu óbreytt stjórnarmynstur, 21,1% nefndu að mynduð yrðu samstjórn allra stjórnmálaflokka á Alþingi, 7,5% vildu að fleiri stjórnmálaflokkar kæmu að núverandi ríkisstjórn og 16,0% sögðu ákjósanlegast að mynduð yrði ný ríkisstjórn undir forystu annarra stjórnmálaflokka en nú sitja í ríkisstjórn. Þannig kváðust að samanlögðu 49,7% þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að mynduð yrði ríkisstjórn án forsætis núverandi stjórnarflokka, það er ríkisstjórn undir forystu annarra flokka á þingi eða utanþingstjórn. Á hinn bóginn voru 50,3% á því að ríkisstjórnarmynstur með aðkomu núverandi stjórnarflokka væri ákjósanlegast við núverandi kringumstæður, það er í óbreyttri mynd, með aðkomu annarra flokka eða samstjórn allra flokka. Nokkur munur var á afstöðu svarenda eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, ef gengið væri til Alþingiskosninga nú. Í grófum dráttum má sjá þrennskonar skiptingu. Í fyrsta lagi var afgerandi hluti stuðningsfólks stjórnarflokkanna, 63%-68%, sem taldi ákjósanlegast að stjórnarflokkarnir sætu áfram í óbreyttri ríkisstjórn. Í öðru voru ekki nema 1-2% stuðningsfólks Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem töldu ákjósanlegast sé að núverandi ríkisstjórn sæti áfram óbreytt. Í þriðja lagi átti stuðningsfólk Hreyfingarinnar sem og þeir sem myndu kjósa aðra flokka, skila auðu eða voru óákveðnir það sammerkt að aðhyllast utanþingsstjórn umfram aðra kosti. Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Sjá meira
Rúmur helmingur þjóðarinnar telur æskilegt að núverandi stjórnarflokkar komi áfram að ríkisstjórn. Um þriðjungur þjóðarinnar vill að skipuð verði utanþingsstjórn. Þetta eru niðurstöður MMR sem kannaði afstöðu almennings til nokkurra kosta við samsetningu ríkisstjórnar sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Af þeim sem tóku afstöðu voru 33,7% sem sögðu ákjósanlegast að mynduð yrði utanþingsstjórn, 21,7% vildu óbreytt stjórnarmynstur, 21,1% nefndu að mynduð yrðu samstjórn allra stjórnmálaflokka á Alþingi, 7,5% vildu að fleiri stjórnmálaflokkar kæmu að núverandi ríkisstjórn og 16,0% sögðu ákjósanlegast að mynduð yrði ný ríkisstjórn undir forystu annarra stjórnmálaflokka en nú sitja í ríkisstjórn. Þannig kváðust að samanlögðu 49,7% þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að mynduð yrði ríkisstjórn án forsætis núverandi stjórnarflokka, það er ríkisstjórn undir forystu annarra flokka á þingi eða utanþingstjórn. Á hinn bóginn voru 50,3% á því að ríkisstjórnarmynstur með aðkomu núverandi stjórnarflokka væri ákjósanlegast við núverandi kringumstæður, það er í óbreyttri mynd, með aðkomu annarra flokka eða samstjórn allra flokka. Nokkur munur var á afstöðu svarenda eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, ef gengið væri til Alþingiskosninga nú. Í grófum dráttum má sjá þrennskonar skiptingu. Í fyrsta lagi var afgerandi hluti stuðningsfólks stjórnarflokkanna, 63%-68%, sem taldi ákjósanlegast að stjórnarflokkarnir sætu áfram í óbreyttri ríkisstjórn. Í öðru voru ekki nema 1-2% stuðningsfólks Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem töldu ákjósanlegast sé að núverandi ríkisstjórn sæti áfram óbreytt. Í þriðja lagi átti stuðningsfólk Hreyfingarinnar sem og þeir sem myndu kjósa aðra flokka, skila auðu eða voru óákveðnir það sammerkt að aðhyllast utanþingsstjórn umfram aðra kosti.
Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Sjá meira