Innlent

Ólafur Ragnar hafnar siðferðilegum áfellisdómi rannsóknarefndar

Ólafur Ragnar Grímsson sakar siðanefnd rannsóknarnefndar Alþingis um slæm vinnubrögð.
Ólafur Ragnar Grímsson sakar siðanefnd rannsóknarnefndar Alþingis um slæm vinnubrögð.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir skýrslu siðanefndar í Rannsóknarskýrslu Alþingis vera uppfulla af rangfærslum og villum. Þetta sagði hann í viðtali í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö í dag.

Hann sagðist meðal annars ekki hafa flogið með Ingibjörgu Pálmadóttur í einkaþotu Baugs auk þess sem hann hitti ekki Al Thani sem sætir rannsókn sérstaks saksóknara.

Skýrslan er verulega harðorð í garð forsetans og leggur hún til að embættið verði endurskilgreint. Ólafur hafnar því að hann hafi beitt embættinu á óeðlilegan hátt. Þá sagði hann það fráleitt að hann skyldi segja af sér vegna þessa.

Þá gagnrýnir hann nefndina harðlega fyrir að fara svo oft með rangt mál á svo fáum síðum. Ólafur fagnað því hinsvegar að í öllum sjö bindum rannsóknarskýrslunnar sé ekkert minnst á forsetaembættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×