Erlent

Fjárhagsaðstoð sem lofað var berst ekki til Haítí

Flest löndin sem lofuðu að senda fjárhagsaðstoð til Haítí hafa enn ekki borgað krónu af þeim fjármunum. Þetta sýnir könnun sem CNN hefur gert.

Hálft ár er liðið frá jarðskjálftunum mikla sem kostaði um 220 þúsund manns lífið og 300 þúsund slasaða.

Á sértökum fundi í mars s.l. lofuðu fulltrúar fjölda ríkja að styrkja Haíti fjárhagslega um 665 miljarða króna en efndirnar eru litlar. Enn búa um 1,5 milljón Haítíbúa í tjöldum eftir jarðaskjálftann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×