Erlent

Baðströndin löðrandi í olíu

Óli Tynes skrifar
Orange Beach í Alabama var ófögur í morgun.
Orange Beach í Alabama var ófögur í morgun. Mynd/AP

Olían úr Mexíkóflóa berst nú upp á æ fleiri strendur í Bandaríkjunum. Meðfylgjandi mynd var tekin á Appelsínuströndinni í Alabama.

Þar bar morgunflóðið með sér stóra ljóta olíufláka og tilheyrandi fnyk. Eins og við var að búast lögðu baðstrandargestir á flótta.

Skömmu síðar komu hundruð starfsmanna BP olíufélagsins á vettvang til þess að hreinsa ströndina. Hún er því kannski orðin sæmileg, fram að næsta flóði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×