Innlent

Nýta sér ekki tiltækar leiðir

Elín Björg Jónsdóttir
Elín Björg Jónsdóttir
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, telur að forstöðumenn ríkisstofnana ráði yfir öllum tækjum sem þurfi til að tryggja góða stjórnsýslu.

Í Fréttablaðinu í fyrradag sagði frá könnun Ríkisendurskoðunar sem bendir til að fáir forstöðumenn telji lög og reglur um starfsmannamál stuðla að skilvirkni í ríkisrekstri. Um 40 prósent forstöðumannanna telja sig geta bætt þjónustu með því að segja upp hluta starfsmanna og ráða nýja starfsmenn í þeirra stað.

Aðeins um helmingur forstöðumanna beitir þó reglubundnu frammistöðumati við starfsmannastjórnun. Fæstir þeirra hafa sagt upp starfsfólki eftir þeim lögbundnu leiðum sem þeir hafa. Helstu ástæður þess eru sagðar hversu flóknar þær leiðir eru.

„Það sem skín í gegn er að forstöðumenn eru ekki að nýta þær leiðir sem eru þegar til staðar til þess að reka sem besta stjórnsýslu,“ segir Elín Björg um þessar niðurstöður. „Mér finnst það mjög athyglisvert.“

Elín Björg vísar því á bug að neikvæð viðhorf opinberra starfsmanna til starfsmannalaga torveldi ríkisrekstur og vekur athygli á því að innan við helmingur forstöðumanna lætur fara fram formlegt frammistöðumat.

„Það er eitthvað sem þeir þurfa að skoða. Auðvitað vilja allir fara vel með og skila góðu dagsverki.“

- pg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×