John Terry og David James eru afar vel gefnir sem og vel máli farnir að mati vængmannsins Shaun Wright-Phillips sem leikur með Man. City.
Hann segir að þeir tveir séu prófessorarnir í liðinu sem kemur eflaust einhverjum á óvart.
„Að hlusta á orðin sem þeir nota og heyra það sem þeir tala um hefur sannfært mig um að þeir séu gáfaðastir," sagði Wright-Phillips sem á sjálfur erfitt með að taka þátt í samræðum prófessorana í liðinu.
„Ég er plötusnúðurinn og græjukallinn. Ég er maðurinn sem tengir X-box tölvurnar hjá strákunum."