Innlent

Mikill vilji hjá skipulagsráði

Páll Hjaltason
Páll Hjaltason

Mikill vilji er hjá skipulagsráði Reykjavíkur að ganga frá úthlutun lóðar undir mosku og menningarsetur Félags íslenskra múslima. Það segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, í samtali við Fréttablaðið.

Eins og fram hefur komið, hefur félagið beðið í um áratug eftir að fá lóð, en nú hillir undir að biðinni muni ljúka.

Páll segir að hann hafi áhuga á að ljúka málinu sem fyrst.

„Það verða á henni einhverjar kvaðir eftir því hvar hún verður, svo þeta falli inn í aðstæður og svo fá þeir bara úthlutað lóð eins og hver annar til að hefjast handa.“ - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×