Erlent

Breyting á háloftavindum veldur vetrarhörkum

Vetrarhörkurnar sem hrjáð hafa íbúa í norðanverðri Evrópu með miklum samgöngutruflunum og valdið snjókomu á miðju sumri í Ástralíu eru tilkomnar vegna breytinga á streymi háloftavinda.

Þessir vindar blása frá vestri til austurs í mikilli hæð eða á bilinu tíu til fimmtán kílómetrum og getur lítil breyting á streymi þeirra valdið miklum veðurbreytingum.

Við eðlilegar aðstæður blása þessir vindar m.a. lægðum til Evrópu yfir veturinn. Nú hefur sterkt háþrýstisvæði við Ísland gert það að verkum að lægðirnar fara sunnar og mikill vetrarkuldi blæs í staðinn yfir norðanverða Evrópu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×