Ungmennum bannað að tjalda á Írskum dögum - aftur Boði Logason skrifar 22. júní 2010 10:57 Frá Írskum dögum 2007 Vísir. Bæjarráð Akraness hefur nú ákveðið að fara að tilmælum stjórnar Akranesstofu að ungmennum á aldrinum 18-23 ára verður ekki heimilaður aðgangur á tjaldsvæði bæjarins, nema þá sem fjölskyldumeðlimum, foreldrum með börnum eða börnum með foreldrum, þegar bæjarhátíðin Írskir dagar fara fram. Þetta ákvæði var einnig sett árið fyrir tveimur árum eftir mikil slagsmál og drykkju ungmenna árið áður, eða 2007. Í fyrra ákvað stjórn Akranesstofu að aflétta banninu og leyfa ungmennum að koma á svæðið en samkvæmt Tómasi Guðmundssyni verkefnisstjóra hjá Akranesstofu gekk það ekki nógu vel og því verður þessi leið farin í ár.Hægt að skoða slagsmál á youtube Tómas segir að árið 2007 hafi allt farið úr skorðum og allt logað í slagsmálum. „Það var mjög vafasamt ástand, það er hægt að gúgla þetta og skoða á youtube." Það var svo fyrir tveimur árum eða árið 2008 sem bæjaryfirvöld ákváðu að banna ungmennum að koma á svæðið og segir Tómas það hafa heppnast vel. „Þá var allt eins og við kusum að hafa það, mjög fjölskylduvænt á tjaldsvæðinu. Þetta var mikið gagnrýnt og mikil óánægja var með þetta sérstaklega hjá þessum aldri."Get ekki tekið áhættuna Í fyrra var svo ákveðið að slaka á þessum reglum og leyfa ungmennum að koma á svæðið. „Ástandið var í járnum og það tókst að halda friðinn með miklum tilkostnaði og mikilli gæslu. Það voru allir sammála um að sá aldurshópur sem fór mest fyrir og var til mestra vandræða var fólk á þessum aldri." Nú hefur því verið ákveðið að banna ungmennum á fyrrgreindum aldri að koma á tjaldsvæðið. „Við getum bara ekki tekið þann séns að það fari allt í háaloft þarna einu sinni enn."„Þetta er ekki skemmtilegt" Tómast býst fastlega við einhverri gagnrýni varðandi þetta fyrirkomulag og óánægju meðal unglinga. „En ég hins vegar bið fólk að hafa skilning á því að við höfum ekki peninga til þess að kosta alla gæsluna sem þarf til að hafa tjaldsvæðið alveg opið, þetta hleypur á milljónum." Tómas segir að það sé verið að gefa ákveðin skilaboð með þessu banni og til að mynda muni dagskrá daganna miðast við fjölskyldur. „Við verðum að fara þessa leiðina. Þetta er ekki skemmtilegt, að þurfa að grípa til þessara úrræða," segir Tómas að lokum. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur nú ákveðið að fara að tilmælum stjórnar Akranesstofu að ungmennum á aldrinum 18-23 ára verður ekki heimilaður aðgangur á tjaldsvæði bæjarins, nema þá sem fjölskyldumeðlimum, foreldrum með börnum eða börnum með foreldrum, þegar bæjarhátíðin Írskir dagar fara fram. Þetta ákvæði var einnig sett árið fyrir tveimur árum eftir mikil slagsmál og drykkju ungmenna árið áður, eða 2007. Í fyrra ákvað stjórn Akranesstofu að aflétta banninu og leyfa ungmennum að koma á svæðið en samkvæmt Tómasi Guðmundssyni verkefnisstjóra hjá Akranesstofu gekk það ekki nógu vel og því verður þessi leið farin í ár.Hægt að skoða slagsmál á youtube Tómas segir að árið 2007 hafi allt farið úr skorðum og allt logað í slagsmálum. „Það var mjög vafasamt ástand, það er hægt að gúgla þetta og skoða á youtube." Það var svo fyrir tveimur árum eða árið 2008 sem bæjaryfirvöld ákváðu að banna ungmennum að koma á svæðið og segir Tómas það hafa heppnast vel. „Þá var allt eins og við kusum að hafa það, mjög fjölskylduvænt á tjaldsvæðinu. Þetta var mikið gagnrýnt og mikil óánægja var með þetta sérstaklega hjá þessum aldri."Get ekki tekið áhættuna Í fyrra var svo ákveðið að slaka á þessum reglum og leyfa ungmennum að koma á svæðið. „Ástandið var í járnum og það tókst að halda friðinn með miklum tilkostnaði og mikilli gæslu. Það voru allir sammála um að sá aldurshópur sem fór mest fyrir og var til mestra vandræða var fólk á þessum aldri." Nú hefur því verið ákveðið að banna ungmennum á fyrrgreindum aldri að koma á tjaldsvæðið. „Við getum bara ekki tekið þann séns að það fari allt í háaloft þarna einu sinni enn."„Þetta er ekki skemmtilegt" Tómast býst fastlega við einhverri gagnrýni varðandi þetta fyrirkomulag og óánægju meðal unglinga. „En ég hins vegar bið fólk að hafa skilning á því að við höfum ekki peninga til þess að kosta alla gæsluna sem þarf til að hafa tjaldsvæðið alveg opið, þetta hleypur á milljónum." Tómas segir að það sé verið að gefa ákveðin skilaboð með þessu banni og til að mynda muni dagskrá daganna miðast við fjölskyldur. „Við verðum að fara þessa leiðina. Þetta er ekki skemmtilegt, að þurfa að grípa til þessara úrræða," segir Tómas að lokum.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira