Vill að sérsveitin fái að beita rafbyssum 3. desember 2010 05:45 Lögreglumaður Fái íslenska sérsveitin að bera rafbyssur við skyldustörf mun hún feta í fótspor hollenskra sérsveitarmanna, en tilraun þeirra með notkun vopnanna hefur staðið frá því á síðasta ári, þegar þessi mynd var tekin.Nordicphotos/AFP Engin ástæða er til þess að lögreglumenn hér á landi verði vopnaðir rafbyssum, að mati ríkislögreglustjóra. Hann vill þó heimila sérsveitarmönnum að beita slíkum vopnum í tilraunaskyni, að því er fram kemur í skýrslu embættisins um ofbeldi gegn lögreglumönnum. Alls voru 108 ofbeldisbrot framin gegn lögreglumönnum á síðasta ári. Fram kemur í skýrslunni að heldur hafi dregið úr fjölda brota af þessu tagi. Árið 2008 voru brotin 118 talsins, og 120 árið 2007. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að á Norðurlöndunum hafi aðeins lögreglan í Finnlandi tekið upp notkun á rafbyssum. Í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem rafbyssur hafa verið hvað mest notaðar, hafa tæplega 300 látist af þeirra völdum. „Sé tekið mið af þessum þáttum og því að brotum hefur ekki fjölgað umtalsvert á Íslandi, fækkað ef eitthvað er, þá er það mat ríkislögreglustjóra að slík tæki eigi ekki að taka í almenna notkun á Íslandi. Hins vegar sé vert að kanna hvort sérsveitin eigi að prófa frekar þessi tæki og hafa sem hluta af sínum staðalbúnaði tímabundið,“ segir í skýrslunni. Verði almennum lögreglumönnum heimilað að bera rafbyssur og beita þeim gæti það leitt til þess að byssurnar yrðu notaðar sem tæki til að kalla fram hlýðni fólks, líkt og reynsla Bandaríkjamanna hefur leitt í ljós, segir í skýrslunni. „Slíkt myndi leiða til lakara trausts til lögreglunnar og gera henni þar með erfiðara fyrir við að leysa þau verkefni sem henni er ætlað í samfélaginu,“ segir þar. Ríkislögreglustjóri telur ekki þörf á að breyta reglum um búnað lögreglumanna til að þeir geti borið rafbyssur og beitt þeim. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Sjá meira
Engin ástæða er til þess að lögreglumenn hér á landi verði vopnaðir rafbyssum, að mati ríkislögreglustjóra. Hann vill þó heimila sérsveitarmönnum að beita slíkum vopnum í tilraunaskyni, að því er fram kemur í skýrslu embættisins um ofbeldi gegn lögreglumönnum. Alls voru 108 ofbeldisbrot framin gegn lögreglumönnum á síðasta ári. Fram kemur í skýrslunni að heldur hafi dregið úr fjölda brota af þessu tagi. Árið 2008 voru brotin 118 talsins, og 120 árið 2007. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að á Norðurlöndunum hafi aðeins lögreglan í Finnlandi tekið upp notkun á rafbyssum. Í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem rafbyssur hafa verið hvað mest notaðar, hafa tæplega 300 látist af þeirra völdum. „Sé tekið mið af þessum þáttum og því að brotum hefur ekki fjölgað umtalsvert á Íslandi, fækkað ef eitthvað er, þá er það mat ríkislögreglustjóra að slík tæki eigi ekki að taka í almenna notkun á Íslandi. Hins vegar sé vert að kanna hvort sérsveitin eigi að prófa frekar þessi tæki og hafa sem hluta af sínum staðalbúnaði tímabundið,“ segir í skýrslunni. Verði almennum lögreglumönnum heimilað að bera rafbyssur og beita þeim gæti það leitt til þess að byssurnar yrðu notaðar sem tæki til að kalla fram hlýðni fólks, líkt og reynsla Bandaríkjamanna hefur leitt í ljós, segir í skýrslunni. „Slíkt myndi leiða til lakara trausts til lögreglunnar og gera henni þar með erfiðara fyrir við að leysa þau verkefni sem henni er ætlað í samfélaginu,“ segir þar. Ríkislögreglustjóri telur ekki þörf á að breyta reglum um búnað lögreglumanna til að þeir geti borið rafbyssur og beitt þeim. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“