Erlent

Hamingjusama fólkið hætti að reykja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir sem ná að hætta að reykja eru hamingjusamari en aðrir. Mynd/ afp.
Þeir sem ná að hætta að reykja eru hamingjusamari en aðrir. Mynd/ afp.
Fólk sem hefur reykt en nær að hætta að reykja er glaðlegra en reykingafólk. Þetta sýna niðurstöður vísindamanna frá Brown háskólanum og Háskólanum í Suður Kalíforníu, samkvæmt frásögn Daily Mail.

Einn vísindamannanna, Christopher Kahler, segir að ef fólk hættir að reykja hverfa þunglyndiseinkenni þeirra. Ef þeir byrja aftur geta þeir fengið sömu þunglyndiseinkenni aftur.

Rannsakendurnir könnuðu 236 karlmenn og konur sem hættu að reykja með hjálp nikótínplásturs og ráðgjafar. Þunglyndiskvarðar voru síðan lagðir fyrir þá tveimur, átta, sextán og 28 dögum eftir að þeir hættu að reykja.

Þeir sem ekki náðu að hætta að reykja voru óhamingjusamastir samkvæmt niðurstöðum þunglyndismælinganna. Þeir sem hættu að reykja og héldu því striki allan tímann voru hamingjusamastir.

Þeir sem hættu að reykja en féllu svo voru fyrst hamingjusamir en sýndu síðan aftur þunglyndiseinkenni eftir að þeir byrjuðu að reykja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×