Innlent

Játaði stórfellt landabrugg

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla landaframleiðslu í bílskúr í Kópavogi í fyrradag.

Lagt var hald á fleiri hundruð lítra af bæði landa og gambra sem og ýmsan búnað tengdan starfseminni.

Húsráðandi, karl á fertugsaldri, var handtekinn í þágu rannsóknarinnar en hann hefur játað aðild sína að málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×