Erlent

Þúsundir enn án vatns á Norður-Írlandi

Ráðherra málefna Norður-Írlands í bresku ríkisstjórninni segir ljóst að eitthvað meiriháttar hefur brugðist á Norður-Írlandi en um 36 þúsund íbúar landsins hafa verið án vatns dögum saman eftir frosthörkurnar undanfarið. Nokkur svæði hafa verið án vatns í allt að 11 daga. Af þeim sökum hafa íbúar annað hvort þurft að kaupa vatn á flöskum úr búðum eða nálgast það í neyðarvatnstönkum sem komið hefur verið upp á götuhornum.

Ráðherrann segir brýnt að koma vatnsmálunum í lag og nú sé ekki rétti tíminn til að finna sökudólga. Farið verði rækilega yfir málið eftir að íbúunum hefur verið tryggt vatn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×