Árvökulum lögreglumönnum á eftirlitsferð um Eyrarbakka í gærkvöldi, fannst kannabislykt bregða fyrir og að hana mætti rekja að tilteknu húsi.
Þeir kölluðu á liðsauka og bönkuðu uppá. Þar var fyrir par á þrítugs aldri sem var í óða önn að saxa niður 30 kannabisplöntur í neysluskammta, samtals um eitt kíló.
Þau voru líka búin að koma 30 nýjum græðlingum af stað og var húsið undirlagt í þessari starfssemi með viðeigandi búnaði eins og gróðurhúsalömpum.
Lögreglan lagði hald á allt saman og handtók fólkið.