Erlent

Haítí vantar lækna, lyf og búnað strax

Mynd/AP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvatti þjóðir álfunnar í gær til að senda Haítí­búum neyðaraðstoð til að auðvelda baráttu gegn kólerufaraldri á eyjunni.

„Þetta snýst ekki bara um peninga," sagði talsmaður framkvæmdastjórnarinnar. Mæta þyrfti vaxandi þörf fyrir heilbrigðisþjónustu, hreint vatn og hreinlætis- og lækningavörur.

Mestur skortur er á læknum og hjúkrunarfólki með sérþekkingu. Einnig vantar sýklalyf, vatnshreinsitöflur, sölt, næringarvökva, sjúkrabíla og allan búnað fyrir heilbrigðiskerfi eyjarinnar. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×