Innlent

Fólk getur í raun hannað hvað sem er

ómas Ingi Úlfarsson, ungur frumkvöðull, Valur Valsson, starfsmaður Fablab, og Þorsteinn Tómas Broddason verkefnastjóri.
ómas Ingi Úlfarsson, ungur frumkvöðull, Valur Valsson, starfsmaður Fablab, og Þorsteinn Tómas Broddason verkefnastjóri.

Nú stendur til að opna Fablab, stafræna smiðju þar sem fólk getur komið og hannað nær allt sem því dettur í hug, á Sauðárkróki. Þorsteinn Broddason, verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð á Sauðárkróki, segir verkefnið hafa gengið vonum framar. Fablab hefur verið með opið hús síðustu tvo daga í tilefni af Alþjóðlegri athafnaviku.

„Við erum búin að fá á annað hundruð heimsóknir í gær og í fyrradag,“ segir hann. „Það er mjög gaman að sjá hvernig fólk grípur þetta. Fólk á eftir að geta komið hingað inn og hannað prótótýpur að nær hverju sem er.“

Þorsteinn segir einungis grunnþekkingu á tölvur vera nauðsynlega til þess að nýta sér smiðjuna. Ef einhverjum tæknilegum atriðum sé ábótavant, eins og hönnunar­forritum, sé hægt að nálgast ókeypis útgáfur á internetinu fyrir nær hvað sem er.

„Við notum síðan stórar iðnvélar sem eru á smíðastofunni til að prenta út hlutinn sem á að framleiða,“ segir Þorsteinn.

Fablab hefur nú þegar opnað í Vestmannaeyjum og á Akranesi. Yfir fjörutíu Fablab-stöðvar eru um allan heim og segir Þorsteinn samstarfið á milli landa ganga mjög vel. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×