Innlent

Lasermálið upplýst: 14 ára drengur játaði verknaðinn

Fjórtán ara piltur játaði fyrir lögreglunni á Akureyri síðdegis í gær, að hafa beint sterkum Laser-geisla að stjórnklefa Fokker vél Flugfélags Íslands, þegar hún var í aðflugi að Akureyrarflugvelli í fyrrakvöld, og þar með truflað störf flugmannanna.

Hann notaði til þess öflugan Laser penna með grænu ljósi, sem lýsir margfalt upp, samanborið við rauða geisla eins og iðnaðarmenn nota til dæmis, og er sala á þessum pennum bönnuð hér á landi.

Pilturinn keypti pennann á tilteknum stað í Reykjavík og verður það kannað nánar. Pilturinn lýsti út um glugga heima hjá sér, sem er Vaðlaheiðarmegin við Akureyri, eins og flugmennirnir gátu sér til um.






Tengdar fréttir

Beindu lasergeisla að Fokker- flugvél í aðflugi

Lasergeisla var beint að stjórnklefa Fokker flugvél frá Flugfélagi Íslands þegar hún var í aðflugi að Akureyrarflugvelli, með marga farþega um borð, um klukkan hálf átta í gærkvöldi, en slíkt getur haft truflandi áhrif á flugmenn.

Laserljósagangur á Akureyri: Fleiri tilkynningar hafa borist

Engin hefur enn verið yfirheyrður eða handtekinn vegna rannsóknar á því að lasergeisla var beint að stjórnklefa Fokker flugvélar frá Flugfélagi Íslands, þegar hún var í aðflugi að Akureyrarflugvelli í gærkvöldi. Fleiri tilkynningar um laserljósagang á Akureyri hafa borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×