Erlent

Þriggja ára stelpa föst í sex tíma í djúpum brunni

Mikil gleði ríkir nú í Argentínu eftir að björgunarmönnum tókst að bjarga þriggja ára gamalli stúlku lifandi upp úr þrjátíu metra djúpum brunni sem hún féll ofan í.

Hún var flutt á sjúkrahús og reyndist ómeidd, en brugðið eftir þrekraunina, enda voru björgunarmenn  sex klukkustundir að ná henni úr prísundinni. Björgunaraðgerðirnar voru sýndar í beinni útsendingu um allt landið og þegar henni hafði verið bjargað sagði forseti landsins Christina Kirchner að um kraftaverk væri að ræða.

Þrengslin í brunninum voru þvílík að eina leiðin til þess að ná henni upp var að láta beisli síga niður í brunninn sem telpan gat sjálf fest á sig.

SKY fréttastöðin hefur birt myndskeið frá björgunaraðgerðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×