Innlent

Fæstir vilja Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn

Valhöll.
Valhöll.

MMR kannaði afstöðu almennings til þess hvaða stjórnmálaflokk, sem nú á sitjandi þingmenn á Alþingi, það vildi síst hafa í ríkisstjórn. Flestir vilja síst sjá Sjálftstæðisflokkinn við völd. Næstir á eftir koma Vinstri grænir.

Af þeim sem tóku afstöðu voru 37,9% sem sögðu að þeir vildu síst hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. 27% tilgreindu Vinstrihreyfinguna-grænt framboð, 19,7% nefndu Samfylkinguna, 7,8% nefndu á Framsóknarflokkinn og 7,5% sögðu að þeir vildu síst hafa Hreyfinguna í ríkisstjórn.

Spurt var:

Af þeim stjórnmálaflokkum sem nú eru með þingmenn á Alþingi, hvern þeirra myndir þú síst vilja hafa í ríkisstjórn? Svarmöguleikar voru:

Síst hafa Framsóknarflokkinn, síst hafa Sjálfstæðisflokkinn, síst hafa Samfylkinguna, síst hafa Vinstrihreyfinguna-grænt framboð, síst hafa Hreyfinguna og veit ekki/vil ekki svara.

Samtals tóku 86,8% afstöðu til spurningarinnar. Aðrir svöruðu „veit ekki/vil ekki svara''.

Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.

Könnunaraðferð: Netkönnun (þátttakendur valdir í síma)

Svarfjöldi: 813 einstaklingar

Dagsetning framkvæmdar: 3.-5. nóvember 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×