Innlent

Nýsköpunarmessa haldin í HÍ á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá afhendingu hagnýtingarverðlauna í fyrra. Þar varð burðarvakinn hlutskarpastur.
Frá afhendingu hagnýtingarverðlauna í fyrra. Þar varð burðarvakinn hlutskarpastur.
Nýsköpunarmessa Háskóla Íslands verður á morgun. Á Nýsköpunarmessu verða Hagnýtingarverðlaun HÍ afhent og sprotafyrirtæki verða kynnt sem sprottið hafa úr frjósömum jarðvegi Háskólans. Markmið með Hagnýtingarverðlaununum er að laða fram hagnýtanlegar hugmyndir sem kviknað hafa í rannsóknum innan skólans og Landspítala - háskólasjúkrahúss.

Hugmyndin með Nýsköpunarmessunni er meðal annars að næsta kynslóð frumkvöðla innan Háskólans fái innblástur og hvatningu til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Nýsköpunarmessa er hluti af alþjóðlegri athafnaviku sem nú stendur yfir. Markmið athafnaviku er að frumkvöðlar verði brautryðjendur efnahagslegrar og samfélagslegrar hagsældar um allan heim.

Á Nýsköpunarmessu Háskóla Íslands verða fimm sprotafyrirtæki, sem öll eiga rætur í jarðvegi Háskólanum, með kynningu á starfsemi sinni. Fyrirtækin eru Ýmir Mobile, Gavia, Global Call, Meniga og Amivox.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×