Innlent

Sérstakur saksóknari: Vinnan heldur áfram

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekki upplýsa hvort yfirheyrslum yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, verði haldið áfram á morgun. Framhaldið verði að koma í ljós.

Yfirheyrslurnar hófust í morgun en þeim lauk skömmu fyrir klukkann átta í kvöld. Lárus vildi ekki tjá sig við fjölmiðlamenn þegar hann yfirgaf húsnæði embættis sérstaks saksóknara.

„Vinnan heldur áfram en ég get ekki gefið upp upplýsingar um framvindu yfirheyrsla í einstökum málum og hvort viðkomandi sé boðaður aftur eða eitthvað slíkt," segir Ólafur Þór sem vill heldur ekki gefa upp hversu margir voru yfirheyrðir í dag.

„Það hefur verið ágætis gangur í vinnunni hjá okkur í dag," segir Ólafur Þór.

Líkt og fram hefur komið fóru umfangsmiklar aðgerðir af hálfu sérstaks saksóknara fram á þriðjudaginn með húsleitum hjá mörgum af fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans.






Tengdar fréttir

Sérstakur saksóknari: Húsleitir bera árangur

„Heilt yfir þá er ekki mikið sem hefur upp á vantað í húsleitunum," sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í morgunútvarpi Rásar 2 þar sem hann var spurður hvort húsleitir árum eftir ætluð brot skiluðu árangri.

Lárus Welding yfirheyrður

Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis banka, var kallaður til yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara í morgun. Þar hefur hann setið í allan dag og yfirheyrslur standa enn.

Skýrslutökum yfir Lárusi lokið

Yfirheyrslum yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, er lokið. Yfirheyrslurnar hófust í morgun en þeim lauk skömmu fyrir klukann átta í kvöld. Lárus svaraði ekki spurningum fjölmiðlamanna þegar hann kom út frá skrifstofum sérstaks saksóknara ásamt lögmanni sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×