Innlent

Þrjár konur skipaðar ráðuneytisstjórar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragnhildur Hjaltadóttir verður ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu.
Ragnhildur Hjaltadóttir verður ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu.
Ragnhildur Hjaltadóttir verður ráðuneytisstjóri nýs innanríkisráðuneytis sem tekur formlega til starfa um næstu áramót við sameiningu dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.

Embættið var auglýst 29. september og bárust 13 umsóknir en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Það var umsókn Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra.

Ragnhildur er þriðji ráðuneytisstjórinn sem er skipaður í dag. Anna Lilja Gunnarsdóttir var skipuð ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu og Helga Jónsdóttir var skipuð ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×