Innlent

Sósíalistar og stórkapítalistar hafa náð sátt um tvö verkefni

alþingi Aðventan er að nálgast og þingmenn eru farnir að ræða Icesave-málið á nýjan leik, sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, við fyrstu Icesave-umræður haustsins í gær.
alþingi Aðventan er að nálgast og þingmenn eru farnir að ræða Icesave-málið á nýjan leik, sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, við fyrstu Icesave-umræður haustsins í gær.
„Sósíalistarnir hafa náð saman við stórkapítalistana um tvö verkefni sem þeir vilja vinna að samtímis,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. „Annars vegar að koma skuldum gjaldþrota banka yfir á íslenskan almenning og hins vegar að koma í veg fyrir að íslenskur almenningur fái leiðrétt stökkbreytt lán sín í íslensku bönkunum.“

Ummælin féllu í umræðu um Icesave-málið við upphaf þing­fundar í gær. Tilefnið voru ummæli Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar, í Ríkisútvarpinu um að óleyst Icesave-deila hefði haft mjög neikvæð áhrif á viðskiptalífið og ímynd Íslands. Magnús Orri Schram, Samfylkingu, sagði að þar sem drög að nýjum Icesave-samningi lægju fyrir hefði frést að Moody‘s ætlaði að hækka lánshæfismat íslenska ríkisins. „Slíkt hefur bein áhrif á fjármögnunarkostnað íslenskra fyrirtækja,“ sagði hann.

Sigmundur Davíð sagði að mikil áróðursherferð væri nú hafin fyrir nýjum Icesave-samningi sem þó væri ekki tilbúinn. Þeir forstjórar sem mest hefðu verið á bandi ríkisstjórnarinnar í deilunni létu nú aftur á sér kræla. „Lánshæfis­matsfyrirtækin [eru] meira að segja mætt til leiks í gegnum Samfylkingarmanninn á Bloomberg,“ sagði Sigmundur Davíð.

„Lánshæfismatsfyrirtækin, sem hafa nákvæmlega engan trúverðugleika lengur.“

Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins, hinn raunverulegi mælikvarði á stöðu ríkisins, hefði batnað og batnað frá því að Icesave-samkomulaginu var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. - pg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×