Borinn undir þing og dómara 18. nóvember 2010 02:00 Fyrrverandi samherjar Berlusconi og Fini á góðri stund.nordicphotos/AFP Margt bendir til að stjórnmálaferill Silvio Berlusconi sé á síðasta snúningi, þótt hann hafi hingað til staðið af sér alla erfiðleika. Í desember verða greidd atkvæði á þjóðþingi Ítalíu um vantrauststillögu á hendur Berlusconi. Hann hefur ekki lengur öruggan meirihluta á þinginu því fyrrverandi bandamaður hans, Gianfranco Fini, hefur sagt skilið við stjórnina ásamt fjórum ráðherrum úr flokki sínum, sem heitir Framtíð og frelsi. Fini, sem er forseti neðri deildar þingsins, hefur hvatt Berlusconi til að segja af sér og stóð á mánudaginn við hótanir sínar um að segja sig frá stjórnarsamstarfinu. Verði vantraust samþykkt verður boðað til þingkosninga. Vinsældir Berlusconis hafa dalað undanfarið en hann segist sannfærður um gott gengi í kosningabaráttunni. Sama dag og vantrauststillagan kemur til atkvæða á þinginu, 14. desember, tekur stjórnarskrárdómstóll landsins til meðferðar umdeild lög, sem Berlusconi fékk samþykkt á þingi til þess að losna tímabundið undan réttarhöldum vegna spillingarmála og skattsvika. Samkvæmt lögunum má fresta slíkum málum ef sakborningar gegna embættum sem þeir hafa verið kosnir til. Margir telja lögin brjóta í bága við stjórnarskrá landsins.- gb Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Margt bendir til að stjórnmálaferill Silvio Berlusconi sé á síðasta snúningi, þótt hann hafi hingað til staðið af sér alla erfiðleika. Í desember verða greidd atkvæði á þjóðþingi Ítalíu um vantrauststillögu á hendur Berlusconi. Hann hefur ekki lengur öruggan meirihluta á þinginu því fyrrverandi bandamaður hans, Gianfranco Fini, hefur sagt skilið við stjórnina ásamt fjórum ráðherrum úr flokki sínum, sem heitir Framtíð og frelsi. Fini, sem er forseti neðri deildar þingsins, hefur hvatt Berlusconi til að segja af sér og stóð á mánudaginn við hótanir sínar um að segja sig frá stjórnarsamstarfinu. Verði vantraust samþykkt verður boðað til þingkosninga. Vinsældir Berlusconis hafa dalað undanfarið en hann segist sannfærður um gott gengi í kosningabaráttunni. Sama dag og vantrauststillagan kemur til atkvæða á þinginu, 14. desember, tekur stjórnarskrárdómstóll landsins til meðferðar umdeild lög, sem Berlusconi fékk samþykkt á þingi til þess að losna tímabundið undan réttarhöldum vegna spillingarmála og skattsvika. Samkvæmt lögunum má fresta slíkum málum ef sakborningar gegna embættum sem þeir hafa verið kosnir til. Margir telja lögin brjóta í bága við stjórnarskrá landsins.- gb
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira