Erlent

Julian Assange eftirlýstur á ný í Svíþjóð

Handtökuskipun hefur á ný verið gefin út á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Svíþjóð. Saksóknari krafðist þess fyrst í ágúst að Assange yrði handtekinn en sú skipun var afturkölluð daginn eftir. Nú segir Marianne Ny, saksóknari, við sænska ríkisútvarpið að handtökuskipunin hafi verið endurútgefin. Assange er sakaður um nauðgun í Enköping og kynferðisbrot í þremur tilvikum í Stokkhólmi.

Assange hefur verið gert að mæta fyrir dómara klukkan tvö í dag í Stokkhólmi og mæti hann ekki verður lýst eftir honum á alþjóðavettvangi.






Tengdar fréttir

Saksóknari afturkallar handtökuskipun á hendur Assange

Embætti ríkissaksóknarans í Svíþjóð hefur dregið handtökutilskipun á hendur Julian Assange, forsprakka uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, til baka en hann var eftirlýstur vegna gruns um nauðgun og líkamsárás.

Ákæra um áreitni rannsökuð

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á ekki lengur yfir höfði sér ákærur fyrir nein kynferðisbrot í Svíþjóð.

Hörð árás á Wikileaks vekur heimsathygli

Fréttir um handtökutilskipun á hendur ástralanum Julian Assange, forsprakka Wikileaks-síðunnar, hefur vakið heimsathygli og er með efstu fréttum á vefmiðlum víðsvegar um heiminn. Þannig segir BBC ítarlega frá málinu auk USA Today. CNN og Sky News fjalla einnig um málið.

Wikileaks: Assange neitað um dvalarleyfi í Svíþjóð

Julian Assange, forsvarsmaður Wikileaks, fær ekki dvalarleyfi í Svíþjóð eins og hann hafði sótt um. Aftonbladet skýrir frá þessu í dag og hefur eftir útlendingaeftirlitinu þar í landi.

Segir ásakanir á hendur Julian lykta af ófrægingaherferð

„Þetta gerist á einum sólarhring en það er óvanalega hröð málsmeðferð í Svíðþjóð,“ segir Kristinn Hrafnsson, einn af talsmönnum uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, en forsvarsmaður síðunnar, Julian Assange, hefur verið eftirlýstur af sænskum yfirvöldum vegna gruns um nauðgun.

Kynferðisbrotakærur teknar upp á ný

Nauðgunarkærur gegn Julian Assange, sem er forsprakki Wikileaks, hafa verið teknar upp á ný eftir að þær voru látnar niður falla í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×