Innlent

Helga Jónsdóttir skipuð ráðuneytisstjóri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helga Jónsdóttir er nýr ráðuneytisstjóri. Mynd/ E. Ól.
Helga Jónsdóttir er nýr ráðuneytisstjóri. Mynd/ E. Ól.
Helga Jónsdóttir lögfræðingur hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu frá 1. desember næstkomandi. Hún hefur haft með höndum stjórnunarstörf á vegum opinberra og alþjóðlegra aðila í 21 ár.

Helga var skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og síðar utanríkisráðherra 1983-1988. Hún var bæjarstjóri Fjarðarbyggðar 2006-2010 og borgarritari í Reykjavík 1995-2006 þar sem hún stýrði stjórnsýslu og fjármálum og var staðgengill borgarstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×