Innlent

Íslenskum nemum í Bandaríkjunum fjölgaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Luis E. Arreaga er sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Mynd/ Anton.
Luis E. Arreaga er sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Mynd/ Anton.
Íslenskum nemendum við háskóla í Bandaríkjunum fjölgaði um 6,5% á síðasta skólaári miðað við árið þar á undan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sendiráði Bandaríkjanna. Þar kemur líka fram að þetta er í fyrsta sinn sem islenskum nemum fjölgar í Bandaríkjunum síðan árið 2006.

„Bandaríkin eru kjörin fyrir íslenska stúdenta vegna gæði náms og tækifæra til rannsókna sem þar gefast," segir Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×