Innlent

Fengu snert af gaseitrun úr Gígjökulslóni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólk er varað við því að fara of nærri lóninu í Gígjökli. Mynd/ Vilhelm.
Fólk er varað við því að fara of nærri lóninu í Gígjökli. Mynd/ Vilhelm.
Tveir starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fóru að lóninu í Gígjökli í dag til þess að taka sýni þaðan. Fengu þau snert af gaseitrun þegar að þau voru að verki.

Það var Eydís Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Jarðvísindastofnun, sem var að störfum ásamt Þorsteini Jónssyni tæknimanni. Hún lýsti því fyrir Kristjáni Má Unnarssyni, fréttamanni á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, að það hefði nærri því liðið yfir hana.

Á svæðinu eru fréttamenn og kvikmyndatökumenn að mynda og vöruðu þau Eydis og Þorsteinn fólkið sem var á ferli við því að þarna væru gufur sem hefðu eitrunaráhrif og því bæri að fara að með gát. Hið sama á við um ferðamenn sem eru á svæðinu. Þeir eru varaðir við því að fara of nærri lóninu.

Ítarlega verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×