Feiknarleg átök elds og íss í Gígjökli 3. maí 2010 18:58 Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring þar sem glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Þar takast á ís og eldur með feiknarlegum fljóðbylgjum og svo eitruðum gufum að nærri var liðið yfir vísindamann sem nálgaðist vatnsflauminn.Það var aðeins í skamma stund í hádeginu sem birti til yfir Eyjafjallajökli og sást til öskubólstra en gosstöðvarnar hafa annars verið huldar skýjum í dag. Mökkin lagði til suðausturs yfir Vík og bárust fregnir af öskufalli alla leið austur úr Álftaveri. Mesta spennan hefur verið við Gígjökul í norðuhlíðum eldfjallsins en þangað stefnir hraunið frá gígnum, og ekkert smáræði sem upp kemur, eða um 50 tonn á sekúndu.Hraunið er þegar komið þrjá kílómetra frá gígnum og er nú í efstu drögum skriðjökulsins. Það er nú í um 500 metra hæð en snarbratt er niður jökulinn þannig að það gæti tekið skamman tíma fyrir það að falla alla leið niður á láglendið.Þarna krystallast átök elds og íss. Glóandi hrauneðjan bræðir sér leið undir ísinn og sjóðheitt bræðsluvatnið steypist niður í flóðbylgjum um hrikaleg ísgljúfur og göng, eða á yfirborði í mögnuðum aurfossum og kolmórauðum. Í nótt og í morgun var flóðvatnið þarna orðið svo heitt að vatnshiti við gömlu Markarfljótsbrúna 15 kílómetrum neðar rauk upp í 17 gráður. Eftir hádegi féll vatnshitinn svo aftur niður undir frostmark en þá var bræðsluvatnið blandað íshröngli.Þarna eru mikil átök náttúrunnar í gangi, stóreflis jakar velta niður og lengst niður á Markarfljótsaurum mátti sjá jakabjörg eftir nóttina. Þarna hafa orðið miklar breytingar á síðustu tveimur sólarhringum, eins og Þorsteinn Jónsson á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands lýsti í viðtali við Stöð 2.En þótt sjónarspil náttúrunnar sé magnað leynast þarna hættur eins og vísindamennirnir reyndu þegar þeir tóku sýni af flóðvatninu við Gígjökul, en urðu þá fyrir eituráhrifum af brennisteinsgufum. Þannig var næstum liðið yfir Eydísi Salome Eiríksdóttur jarðfræðing en hún lýsti reynslu sinni í fréttum Stöðvar 2. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring þar sem glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Þar takast á ís og eldur með feiknarlegum fljóðbylgjum og svo eitruðum gufum að nærri var liðið yfir vísindamann sem nálgaðist vatnsflauminn.Það var aðeins í skamma stund í hádeginu sem birti til yfir Eyjafjallajökli og sást til öskubólstra en gosstöðvarnar hafa annars verið huldar skýjum í dag. Mökkin lagði til suðausturs yfir Vík og bárust fregnir af öskufalli alla leið austur úr Álftaveri. Mesta spennan hefur verið við Gígjökul í norðuhlíðum eldfjallsins en þangað stefnir hraunið frá gígnum, og ekkert smáræði sem upp kemur, eða um 50 tonn á sekúndu.Hraunið er þegar komið þrjá kílómetra frá gígnum og er nú í efstu drögum skriðjökulsins. Það er nú í um 500 metra hæð en snarbratt er niður jökulinn þannig að það gæti tekið skamman tíma fyrir það að falla alla leið niður á láglendið.Þarna krystallast átök elds og íss. Glóandi hrauneðjan bræðir sér leið undir ísinn og sjóðheitt bræðsluvatnið steypist niður í flóðbylgjum um hrikaleg ísgljúfur og göng, eða á yfirborði í mögnuðum aurfossum og kolmórauðum. Í nótt og í morgun var flóðvatnið þarna orðið svo heitt að vatnshiti við gömlu Markarfljótsbrúna 15 kílómetrum neðar rauk upp í 17 gráður. Eftir hádegi féll vatnshitinn svo aftur niður undir frostmark en þá var bræðsluvatnið blandað íshröngli.Þarna eru mikil átök náttúrunnar í gangi, stóreflis jakar velta niður og lengst niður á Markarfljótsaurum mátti sjá jakabjörg eftir nóttina. Þarna hafa orðið miklar breytingar á síðustu tveimur sólarhringum, eins og Þorsteinn Jónsson á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands lýsti í viðtali við Stöð 2.En þótt sjónarspil náttúrunnar sé magnað leynast þarna hættur eins og vísindamennirnir reyndu þegar þeir tóku sýni af flóðvatninu við Gígjökul, en urðu þá fyrir eituráhrifum af brennisteinsgufum. Þannig var næstum liðið yfir Eydísi Salome Eiríksdóttur jarðfræðing en hún lýsti reynslu sinni í fréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira