Skíðasamfélagið brjálað út í Jón Gnarr Valur Grettisson skrifar 8. nóvember 2010 21:39 Það sýður á skíðasamfélaginu. „Ég er brjáluð, er maðurinn klikkaður?" spyr Heiður Hjaltadóttir, formaður skíðadeildar Breiðabliks, um ummæli Jóns Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur, sem velti því fyrir sér í viðtali í Kastljósi í kvöld hvort það væri ekki góð hugmynd að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í tvö ár. Jón kastaði ummælunum fram sem vangaveltum en aðspurður hvort það væri á teikniborðinu svaraði hann ekki spurningunni heldur velti því fyrir sér hvort þetta væri möguleiki til þess að hlífa öðrum og mikilvægari póstum eins og hann orðaði það. Hann tók fram að lokunin myndi þýða að 87 milljónir gætu sparast. Heiði er ekki skemmt. Hún segist hafa fundað með foreldrum tólf ára barna og yngri eftir Kastljósviðtalið vegna þess að æfingar hefjast á morgun hjá félaginu. Þar hafi foreldrar lýst yfir þungum áhyggjum auk þess sem skíðamenn eru illir á samskiptavefnum Facebook. „Þetta hefur ekki verið viðrað við okkur," svaraði Heiður spurð hvort hugmyndin hefði verið borin undir stjórn félagsins. Hún segir það beinlínis fjarstæðukennt að loka svæðinu enda ekki eingöngu æfingasvæðið fyrir börnin heldur einnig þúsundir sem njóta svæðisins yfir árið. „Það eru engin önnur úrræði," segir Heiður en síðasti vetur var verulega erfiður fyrir félagið vegna snjóleysis. Þá fóru börnin næstum hverja helgi til Akureyrar þar sem þau æfðu sig. „En það stendur ekkert foreldri undir þeim kostnaði til lengdar," segir Heiður. Hún bendir á að ef þetta eru sparnaðarhugmyndir borgarinnar, þá hljóti það að vera hagsýnna að lokum sundlaugum borgarinnar. „Þá sparast mun meira fé," segir Heiður sem áréttar að hún sé að sjálfsögðu ekki að leggja til að loka sundstöðum í Reykjavík, en hugmyndin sé jafn fjarstæðukennd og að loka Bláfjöllum. „Það sauð beinlínis á fólki eftir þetta viðtal. Þau eru svo reið," segir Heiður sem vandar ekki borgarstjóranum kveðjurnar. „Þetta er hætt að vera fyndið, við erum hætt að hafa húmor fyrir svona löguðu," segir Heiður sem biður borgarstjórann vinsamlegast að líta upp úr froðukaffinu og beina sjónum sínum út fyrir utan hundrað og einn. Tengdar fréttir Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17 Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Ég er brjáluð, er maðurinn klikkaður?" spyr Heiður Hjaltadóttir, formaður skíðadeildar Breiðabliks, um ummæli Jóns Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur, sem velti því fyrir sér í viðtali í Kastljósi í kvöld hvort það væri ekki góð hugmynd að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í tvö ár. Jón kastaði ummælunum fram sem vangaveltum en aðspurður hvort það væri á teikniborðinu svaraði hann ekki spurningunni heldur velti því fyrir sér hvort þetta væri möguleiki til þess að hlífa öðrum og mikilvægari póstum eins og hann orðaði það. Hann tók fram að lokunin myndi þýða að 87 milljónir gætu sparast. Heiði er ekki skemmt. Hún segist hafa fundað með foreldrum tólf ára barna og yngri eftir Kastljósviðtalið vegna þess að æfingar hefjast á morgun hjá félaginu. Þar hafi foreldrar lýst yfir þungum áhyggjum auk þess sem skíðamenn eru illir á samskiptavefnum Facebook. „Þetta hefur ekki verið viðrað við okkur," svaraði Heiður spurð hvort hugmyndin hefði verið borin undir stjórn félagsins. Hún segir það beinlínis fjarstæðukennt að loka svæðinu enda ekki eingöngu æfingasvæðið fyrir börnin heldur einnig þúsundir sem njóta svæðisins yfir árið. „Það eru engin önnur úrræði," segir Heiður en síðasti vetur var verulega erfiður fyrir félagið vegna snjóleysis. Þá fóru börnin næstum hverja helgi til Akureyrar þar sem þau æfðu sig. „En það stendur ekkert foreldri undir þeim kostnaði til lengdar," segir Heiður. Hún bendir á að ef þetta eru sparnaðarhugmyndir borgarinnar, þá hljóti það að vera hagsýnna að lokum sundlaugum borgarinnar. „Þá sparast mun meira fé," segir Heiður sem áréttar að hún sé að sjálfsögðu ekki að leggja til að loka sundstöðum í Reykjavík, en hugmyndin sé jafn fjarstæðukennd og að loka Bláfjöllum. „Það sauð beinlínis á fólki eftir þetta viðtal. Þau eru svo reið," segir Heiður sem vandar ekki borgarstjóranum kveðjurnar. „Þetta er hætt að vera fyndið, við erum hætt að hafa húmor fyrir svona löguðu," segir Heiður sem biður borgarstjórann vinsamlegast að líta upp úr froðukaffinu og beina sjónum sínum út fyrir utan hundrað og einn.
Tengdar fréttir Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17 Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17
Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15