Landlæknir vill banna transfitusýrur Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. nóvember 2010 13:46 Geir Gunnlaugsson landlæknir er hlynntur því að transfitusýrur verði bannaðar í matvælum. Mynd/ Anton. Landlæknisembættið er hlynnt því að notkun transfitusýra í matvælum verði bönnuð. Geir Gunnlaugsson, landlæknir segir mikilvægt að stjórnvöld séu vel vakandi fyrir þáttum sem geti haft jákvæð og neikvæð áhrif á heilsu. Í því skyni þurfi að skoða mjög vel hvaða möguleikar séu í stöðunni hvað varðar matvæli. „Það sem við vitum um transfitusýrur er að þær geta haft áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. notkun þeirra gæti þannig unnið gegn markmiðum heilbrigðisyfirvalda um að styðja við heilbrigða lífshætti," segir Geir í samtali við Vísi. Hann segir að í nokkrum nágrannaríkjum, svo sem Danmörku, Frakklandi, Austurríki og fleiri löndum hafi tekist að gjörbreyta notkun úr transfitum yfir í notkun á heilnæmari fitum eða olíu. „Þetta hefur farið fram án þess að það væri nokkur styr um það," segir Geir. Hann bendir á að almenningur í Danmörku hafi varla tekið eftir breytingunum þar á meðan að þær gengu í gegn. „Þannig að við erum að sjá þarna tækifæri fyrir stjórnvöld til að koma þarna inn með ákvörðun sem getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsu íbúanna hvað varðar hjarta og æðasjúkdóma. Út frá mínu sjónarhorni er nánast ekkert sem mælir gegn því að banna transfitu," segir Geir. Geir segir að iðnaðurinn hafi að einhverju leyti verið að taka mark á þeirri umræðu sem hafi verið í gangi um transfitusýrur og verið að reyna að finna lausnir. Menn geti því ef til vill spurt sig hvort það þurfi boð og bönn. Hann telji þó sjálfur að til þess að ná breytingum í gegnum allt kerfið sé jákvætt að styðja þetta skref. „Já ég styð það," segir Geir. Hann segir að kostnaðurinn við þessar breytingar ætti ekki að vera mikill. Hugsanlega gæti þó vöruverð hækkað eitthvað vegna þess að framleiðendur þyrftu að breyta um vélar og efnasamsetningu. „Það myndi ef til vill leiða til hærra verðs. Ég kann ekki þann þátt en þegar maður vegur plús og mínus, þá eru plúsarnir margfaldir miðað við reynslu nágrannaþjóðanna," segir Geir. Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Landlæknisembættið er hlynnt því að notkun transfitusýra í matvælum verði bönnuð. Geir Gunnlaugsson, landlæknir segir mikilvægt að stjórnvöld séu vel vakandi fyrir þáttum sem geti haft jákvæð og neikvæð áhrif á heilsu. Í því skyni þurfi að skoða mjög vel hvaða möguleikar séu í stöðunni hvað varðar matvæli. „Það sem við vitum um transfitusýrur er að þær geta haft áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. notkun þeirra gæti þannig unnið gegn markmiðum heilbrigðisyfirvalda um að styðja við heilbrigða lífshætti," segir Geir í samtali við Vísi. Hann segir að í nokkrum nágrannaríkjum, svo sem Danmörku, Frakklandi, Austurríki og fleiri löndum hafi tekist að gjörbreyta notkun úr transfitum yfir í notkun á heilnæmari fitum eða olíu. „Þetta hefur farið fram án þess að það væri nokkur styr um það," segir Geir. Hann bendir á að almenningur í Danmörku hafi varla tekið eftir breytingunum þar á meðan að þær gengu í gegn. „Þannig að við erum að sjá þarna tækifæri fyrir stjórnvöld til að koma þarna inn með ákvörðun sem getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsu íbúanna hvað varðar hjarta og æðasjúkdóma. Út frá mínu sjónarhorni er nánast ekkert sem mælir gegn því að banna transfitu," segir Geir. Geir segir að iðnaðurinn hafi að einhverju leyti verið að taka mark á þeirri umræðu sem hafi verið í gangi um transfitusýrur og verið að reyna að finna lausnir. Menn geti því ef til vill spurt sig hvort það þurfi boð og bönn. Hann telji þó sjálfur að til þess að ná breytingum í gegnum allt kerfið sé jákvætt að styðja þetta skref. „Já ég styð það," segir Geir. Hann segir að kostnaðurinn við þessar breytingar ætti ekki að vera mikill. Hugsanlega gæti þó vöruverð hækkað eitthvað vegna þess að framleiðendur þyrftu að breyta um vélar og efnasamsetningu. „Það myndi ef til vill leiða til hærra verðs. Ég kann ekki þann þátt en þegar maður vegur plús og mínus, þá eru plúsarnir margfaldir miðað við reynslu nágrannaþjóðanna," segir Geir.
Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira